Upplýsingartækni

.:Bloggbók Hildar Þóreyjar

föstudagur, október 29, 2004

Meira videó

Þegar sækja á stuttmyndirnar á heimasíðu Salvarar fer maður á http://starfsfolk.khi.is/salvor/skolastarf/video/index.htm
maður hægri klikkar á músina og segir save as
vistar myndina svo á desktoppinu.
Svo ræsir maður producer- og sækir inn videomyndina og slidesmyndirnar...svo ferðu eftir leiðbeiningunum í blogginu á undan.

miðvikudagur, október 27, 2004

örkennsla og að loada inn video

í dag átti að taka upp örkennslu verkefnin okkar.
Salvör sýndi okkur hvernig á að setja videó upptökuna okkar inn( á netið).
Svona gerir maður: setur videóvélina í samband við tölvuna. Uppkemur valmynd þar sem hægt er að velja á milli moviemaker og producer. Mælt er með því að maður taki myndina inn i moviemaker og klippir allt ó.arft frá þar. Færum svo myndina í í Producer ásamt glærunum.
Svo ítir maður á next þanga til "capture video" kemur upp. Svo smellir maður á "start capture"og myndin spilast inn í movimaker. Það á að vera í best quality og saveað inn á my computer. Það á að vera hakkað við create clips when wizard finishes.
Þegar maður vill klippa út. Klippir maður senuna í tvennt (takkinn neðst til hægri til hliðar við play/stop takkana.
Þegar búið er að klippa þarf að save-a undir save project(sem geymir bara verkefnið) .
Fyrir vef save moviefile. Þarf að muna að geyma í minni upplausn.
Salvör mun ganga frá stuttmyndinni fyrir okkur og láta okkur hafa hana á moviemaker formati.

Að tengja saman glærur og videó.
Maður fer inn í Microsoft Producer for powerpoint. Maður þarf að sækja bæði glærurnar og videóið inn í forritið
videó->videomappa->import video->finna eigin stuttmynd
glærur->slides->import slide->finna eigin glærur.(hægt er að edita glærurnar með því að control klikka á glæruna)
Til að fá allar glærur niður fer maður í select all og dregur þær niður.
Syncronisering af video og glærum: Þegar buið er að draga bæði glærur og videó niður þá er virkur hnappur efst sem heitir syncronize.Upp kemur valmynd þar sem maður velur set slide timing. Maður horfir á myndina í í syncronize og ýtir á next slide þegar maður vill að næsta glæra komi fram.

föstudagur, október 22, 2004

verkefnin og meiri movie!!!

...fyrir næsta tíma eigum við að vera tilbúin m nokkrar glærur(3-4 stk.) fyrir örkennsluna. Koma með e-ð sem tengist því sem verið er að kenna (dæmi: fjallar um trommur koma með trommu). Í næsta tíma verður örkennslan tekin upp á video.

Web TV: frontpage videocontrols - skoða síðuna
fara í view og source og breyta þar nafninu á myndinni í nafnið á þeirri mynd sem maður vill setja inn í stað. Svo á maður að copya html kóðan þaðan yfir á nýja síðu í frontpage....þar velur maður að sjá kóða síðunnar sinnar og paste-ar þar inn htmlið frá hinni síðunni.
Þá ætti myndin að virka í frontpage

í kóðanum fyrir videóspilarann stendur autostart=true...þá fer myndin strax af stað. Ef maður vill láta spilunina fara í gang þegar maður klikkar þá breytir maður því í false

ef maður vill ramma utan um myndina(spilarann) þá breytir maður stærðinni í height og width á bordernum.....(bæta kannski við border orðinu á eftir height og width stærðunum)

Verkefnin sem hægt er að velja á milli eru skólaverkefnið(tölvukennsla í skólum), kvikmynd um e-ð

Í Hot potato eigum við að búa til einfalt krossapróf í "JQuiz"
til að save á quizið á vef verður maður að sav-a í "create as webpage"

miðvikudagur, október 20, 2004

Ymislegt sniðugt...

Hot Potatos gera manni kleift að búa til spurningarskema fyrir heimasíðuna síðna
Programmið er ókeypis fyrir almenning og hægt er að sækja það á netinu.

Dynamicdrive.com er síða með fullt af sniðugum aðferðum til að nota á heimasíðuna sína
Dæmi:Dragable images
Ferð inn í frontpage opnar síðuna þannig að hún síni Html kóða (code) hennar. In í head setur maður slóðina sem maður fékk upp gefna á Dynamicdrive. Svo á maður að bæta inn Class="drag" aftast í kóðan á eftir þeim myndum sem maður setur inn á síðuna sína.

Maður verður að muna að fjarlægja ramman utan af myndum sem maður ætlar sér að vera flytjanlegar. Því það er svo ljótt að sjá hvítan eða litaðann kant utan um mynd sem á að fara ofan á aðra mynd.

í fireworks á maður að fara í export preview og velja transparant til að losna við bakgrunnslitinn.

Mouse over aðferð:
Þáð er þegar að texti eða mynd birtist þegar maður rennir músinni yfir texta eða mynd. Gott að nota sem skýringu við mynd
Undir format og behaviors smella á myndina sem um ræðir og í insert og swap image (einning er hægt að velja að láta hljóð koma fram við mouse over) Þá velur maður aðra mynd til að komi í staðinn úr eigin myndum.

á vef getur maður búið til auto thumbnail ef að myndirnar eru of þungar( of stórar)

þriðjudagur, október 19, 2004

Enn og aftur...

...verð ég að skammast mín fyrir bloggleysi. En þegar andinn kemur ekki yfir mann þá er betra að sleppa því að blogga en að skrifa einhverja vitleysu.
Þessa dagana er ég að vinna í bannerunum mínum og uppsetningu á vefsíðunum. Ég er búin að gera 2 stuttmyndir...þær munu ekki hreppa neina Óskara en duga líklega til að sýna fram á ákveðna hæfni innan Moviemaker (iMovie).
Ég býst við að vera búin í næstu viku með skilavefina og vona að sú tímaáætlun standist.
Jæja nóg í bili!

miðvikudagur, október 13, 2004

Moviemaker frh.

Hér eru nokkrar upplýsingar um það hvernig við eigum að bera okkur að þegar kemur að vinnslu efni í Moviemaker.

Myndir fyrir moviemaker eiga að vera 640x460.
muna-effecta, hljóð,overlay,intro og endir(ef myndir eru teknar einhverstaðr frá að skrifa í rúllutextan hvaðan hún kemur.
Draga video effecta yfir á það klipp sem við á.
Til að láta myndir fade-a inn í hvor aðra fer maður með píluna í neðra horn klippunnar í timeline-inu og dregur blára stykkið lengra yfir í klippuna á undan.
Show colletion sýnir það sem búið er að hlaða inn.

Þegar maður vistar
er hægt að save-a á tvennan hátt
* "save project" as er bara vistun á klippingunni endingin:mswmm til að halda áfram að klippa seinna fer maður í open project næst þegar maður opnar WMM

* endanleg útgáfa fyrir vefinn er "save moveifile" vista það í sömu möppu og allt annað efni fyrir kvikmyndina er í.
Muna að nota ekki íslenska stafi þegar myndin er nefnd.

Save-a á my computer svæðinu

Movie settings þegar save-að er fyrir vefinn- þá þarf að muna að stilla yfir á:"other settings" -og velja: video for broadband(150Kbps).Helst ekki nota hærri upplausn fyrir netið.
-ATH."Best quality for playback on my computer" er fyrir skjásýningar, tekur miklu meira pláss.


þriðjudagur, október 12, 2004

banner


banner
Originally uploaded by eyjan.
hef verid ad leika mer med gerd bannera...akvad ad skella einu litlu dæmi herna inn

laugardagur, október 09, 2004

Myndir myndir

Það eru komnar inn nokkrar nýjar myndir:)

Haustveður

Í gær var vinnutími í tölvutímanum. Við áttum að einbeita okkur að því að setja upp skilasíðuna okkar í frontpage ásamt öllu tilheyrandi. Ég er að vinna að gerð "bannera" fyrir síðuna mína sem áttu meðal annars að vera í 130px130p(þessar upplýsingar eru meira fyrir mig svo ég muni þær)

Annars er ég núna búin að setja inn krækjurnar fyrir vefleiðangurinn þar sem ég gat það ekki neina á skólatölvunum.
Jæja þetta hlýtur að vera nóg í bili..þýðir ekki að vera að bulla bara til að koma einhverju á blað...ja segjum netið í þessu tilviki.

miðvikudagur, október 06, 2004

vinna vinna

Fengum kennslu í Windows moviemaker í dag. Við eigum að gera stuttmynd í moviemaker þar sem við notum myndir og tónlist saman.

Næsta verkefni á að vera verkefni á vef sem er hannað fyrir nemendur en ekki sem kennsluleiðbeiningar.

dæmi um verkefni er á: http://starfsfolk.khi.is/salvor/kartafla/

sunnudagur, október 03, 2004

Vefleiðangurinn

Vefleiðangur um Tölvur

Kynning:
Nú til dags nota flest allir tölvur á hverjum degi. Tölvur eru notaðar á einn eða annan hátt í nánast öllum fyrirtækjum, skólum, verslunum og svo má lengi telja. En hvað vitum við í rauninni um sjálfa tölvuna. Fáir gera sér grein fyrir þeirri sögu sem fylgir þróun tölvunnar til þess sem hún er í dag. Hvaðan kom hún og hvenær kom hún fram á sjónarsviðið? Þetta ásamt ýmsu öðru ætlum við að kynna okkur í þessum vefleiðangri.

Verkefni:
Þið eigið að kynna ykkur uppruna heimilistölvunnar. Þegar þið hafið kynnt ykkur tölvuna og sögu hennar lýsið þið niðurstöðum rannsóknar ykkar á veggspjaldi ásamt þeim myndum sem þið teljið að passi við textann.
Eftir að þið hafið lokið við veggspjaldið á hver og einn í hópnum að skrifa stuttan texta og teikna mynd af því hvernig hann/hún ímyndar sér að tölvur muni líta út og þróast í framtíðinni!

Bjargir:
1. Vísindavefur Háskólans - svör við allskyns spurningum
2. Yahooligans -Ask Earl- ensk fyrirspurnasíða
3. How stuff works – hvernig virka tölvur
4. Myndir af gömlum tölvum
5. Fleiri myndir af tölvum
Ferli:
1.Bekknum er skipt niður í 3 manna hópa. Fáið uplýsingar hjá kennaranum um í hvaða hóp þið eruð.
2. Skynsamlegt er að skipta með sér verkum í hópnum t.d. einn kynnir sér sögu tölvunar, annar kynnir sér uppbyggingu tölvunnar og sá þriðji finnur myndir sem gætu passað við textann.
3. Nú hefst rannsóknar vinnan. Þið skoðið krækjurnar sem þið finnið á þessari síðu og kynnið ykkur efni síðanna ásamt því að skrifa hjá ykkur allt sem þið getið notað í textann ykkar fyrir veggspjaldið.
4. Þegar allir í hópnum hafa fundið efni á netinu komið þið ykkur saman um textann fyrir veggspjaldið ásamt því að velja úr myndir sem þið viljið nota. Þið megið einnig teikna sjálf myndir til að líma á veggspjaldið.
5. Þegar veggspjaldinu er lokið gera allir smá texta um hvernig þeir halda að tölvur verði í framtíðinni, teikna mynd með.

Ráðleggingar:
Þegar þið byrjið að leita af efni á netinu er gott að hafa eftirfarandi í huga:

• Hvenær var tölvan fundin upp og hver fann hana upp?
• Hvernig hefur hún þróast til þess sem við þekkjum í dag?
• Af hverju er tölvan uppbyggð?

Mat:
Hóparnir fá einkun út frá veggspjaldinu sem þeir gera. Frágangur á veggspjaldinu er metin inn í einkunina ásamt því hversu vel þið hafið nýtt ykkur þær heimildir sem þið fundið á netinu.

Niðurstaða:
Við lok verkefnisins ertu fróðari um tölvuna sem við notum svo mikið í okkar daglega lífi. Tölva er jú ekki bara tölva, heldur stórmerkileg uppfinning með aðdraganda og upphaf og er í sífelldri þróun.