Upplýsingartækni

.:Bloggbók Hildar Þóreyjar

sunnudagur, október 03, 2004

Vefleiðangurinn

Vefleiðangur um Tölvur

Kynning:
Nú til dags nota flest allir tölvur á hverjum degi. Tölvur eru notaðar á einn eða annan hátt í nánast öllum fyrirtækjum, skólum, verslunum og svo má lengi telja. En hvað vitum við í rauninni um sjálfa tölvuna. Fáir gera sér grein fyrir þeirri sögu sem fylgir þróun tölvunnar til þess sem hún er í dag. Hvaðan kom hún og hvenær kom hún fram á sjónarsviðið? Þetta ásamt ýmsu öðru ætlum við að kynna okkur í þessum vefleiðangri.

Verkefni:
Þið eigið að kynna ykkur uppruna heimilistölvunnar. Þegar þið hafið kynnt ykkur tölvuna og sögu hennar lýsið þið niðurstöðum rannsóknar ykkar á veggspjaldi ásamt þeim myndum sem þið teljið að passi við textann.
Eftir að þið hafið lokið við veggspjaldið á hver og einn í hópnum að skrifa stuttan texta og teikna mynd af því hvernig hann/hún ímyndar sér að tölvur muni líta út og þróast í framtíðinni!

Bjargir:
1. Vísindavefur Háskólans - svör við allskyns spurningum
2. Yahooligans -Ask Earl- ensk fyrirspurnasíða
3. How stuff works – hvernig virka tölvur
4. Myndir af gömlum tölvum
5. Fleiri myndir af tölvum
Ferli:
1.Bekknum er skipt niður í 3 manna hópa. Fáið uplýsingar hjá kennaranum um í hvaða hóp þið eruð.
2. Skynsamlegt er að skipta með sér verkum í hópnum t.d. einn kynnir sér sögu tölvunar, annar kynnir sér uppbyggingu tölvunnar og sá þriðji finnur myndir sem gætu passað við textann.
3. Nú hefst rannsóknar vinnan. Þið skoðið krækjurnar sem þið finnið á þessari síðu og kynnið ykkur efni síðanna ásamt því að skrifa hjá ykkur allt sem þið getið notað í textann ykkar fyrir veggspjaldið.
4. Þegar allir í hópnum hafa fundið efni á netinu komið þið ykkur saman um textann fyrir veggspjaldið ásamt því að velja úr myndir sem þið viljið nota. Þið megið einnig teikna sjálf myndir til að líma á veggspjaldið.
5. Þegar veggspjaldinu er lokið gera allir smá texta um hvernig þeir halda að tölvur verði í framtíðinni, teikna mynd með.

Ráðleggingar:
Þegar þið byrjið að leita af efni á netinu er gott að hafa eftirfarandi í huga:

• Hvenær var tölvan fundin upp og hver fann hana upp?
• Hvernig hefur hún þróast til þess sem við þekkjum í dag?
• Af hverju er tölvan uppbyggð?

Mat:
Hóparnir fá einkun út frá veggspjaldinu sem þeir gera. Frágangur á veggspjaldinu er metin inn í einkunina ásamt því hversu vel þið hafið nýtt ykkur þær heimildir sem þið fundið á netinu.

Niðurstaða:
Við lok verkefnisins ertu fróðari um tölvuna sem við notum svo mikið í okkar daglega lífi. Tölva er jú ekki bara tölva, heldur stórmerkileg uppfinning með aðdraganda og upphaf og er í sífelldri þróun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home