Upplýsingartækni

.:Bloggbók Hildar Þóreyjar

mánudagur, september 13, 2004

Allt að komast i gamla horfið..

...eftir sumarfríið. Maður er rétt að byrja að læra inn á nýju stundatöfluna. Það er búið að breyta matartímunum og tímunum sjálfum svo maður þarf að leggja alla stundatöfluna á minnið upp á nýtt.
Fögin virðast lofa góðu...veit samt minnst um siðfræði og grei mér í rauninni litla grein fyrir hvað fagið á að ganga út á. Við áttum að fara í tíma númer tvö í siðfræðinni í dag en kennarinn var veikur þannig að ekki leystist ráðgátan í dag.

Ég verð að segja að veðrið í dag var alveg magnað miðað við leiðinda rigninguna sem hefur verið undanfarið. Auðvitað reynir maður að nýta tæklifærið og halda sig utandyra eins og hægt er...samt finnst mér aðeins of kalt til að hanga úti á einhverjum sólstól. Það er nú líklega bara ég sem kvarta þar sem kuldaskræfur eins og ég endast ekki lengi þegar manni er fyrst orðið kalt!
Jæja þetta er nóg blaður í bili....kemur meira seinna!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home