Upplýsingartækni

.:Bloggbók Hildar Þóreyjar

mánudagur, september 27, 2004

Firefox

Ég verð að segja að það er gaman að sjá að það sé í þróun nýr vafri fyrir PC tölvur. Komin tími til að Explorer (þó ágætur sé) fá ekki að ráða ferðinni án allrar samkeppni.
Ég nota sjálf Safari sem er vafri sem er sérstaklega hannaður fyrir Mac tölvur(ekki hægt að vera með Mac og nota PC vafra til lengdar;) Ég er mun ánægðari með Safari vafrann en Explorerinn bæði útlitslega séð og tæknilega.
Það verður spennandi að sjá hvort að Firefoxinn vinni á hjá PC-notendum og hvernig hann standi sig...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home