Upplýsingartækni

.:Bloggbók Hildar Þóreyjar

sunnudagur, september 26, 2004

Vefleiðangurshugleiðingar...

Langar að benda á að ástæðan fyrir því að krækjurnar sem ég set inn á bloggið mitt eru ekki virkar er sú að á Mac tölvum er ekki enn boðið upp á þann möguleika í blogginu sem hannað er fyrir Mac...ég get heldur ekki sett inn myndir nema beint frá "flickr"....svona eru þessir vefhönnuðir með fordóma fyrir greyið Mac tölvunum ;)

Uppkastið að vefleiðangrinnum mínum kemur inn á netið á morgun þar sem ég get ekki enn ákveðið hvaða hugmynd ég ætla að nota. Það getur verið ókostur að fá of margar hugmyndir:)

Inni á skólaspjallinu erum við búin að vera að tjá okkur um tölvukost og tæknikennslu í nokkrum skólum. Það gerum við útfrá því sem nemendur í fyrra komust að á sínu námskeiði. Mér fannst ansi áhugavert að sjá hversu mikill munur getur verið á viðhorfi til tölvukennslu eftir skólum og kennurum hans. Áhugasamir geta lesið sér til um niðurstöðurnar á:
http://www.asta.is/spjall/index.php (það er bara að copy-paste í þetta skiptið).

Eigiði nú góðan sunnudag!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home