Upplýsingartækni

.:Bloggbók Hildar Þóreyjar

föstudagur, nóvember 26, 2004

Bókamerki

Bookmarks inn á vefsíðu:
Maður svertir fyrirsögnina á kaflanum. Fer í Insert og bookmarks og þá kemur upp e-ð og maður segir OK svo fer býr maður til fyrirsögn efst sem maður svertir og fer í hyberlinks.Þar inni velur maður bookmarks og velur maður þá fyrirsögn sem linka á í. ýtir á OK. og OK. og þá er allt komið.
Muna að sleppa íslenskum stöfum ef mögulegt er....

föstudagur, nóvember 19, 2004

Lokaverkefnispælingar...

Nú er komin miður Nóvember og ekkki seinna vænna en að fara að huga að lokaverkefninu. Maður er buin að vera svo busy í að klára öll hin verkefnin.

Salvör talaði um að hægt væri að skrá sig á námskeið hjá macromedia eins og tildæmis í captivate sem er nýtt skjákennslu forrit á markaðnum.

Wiki er vefsíða sem er í wikikerfi og þýðir það að hver sem er getur breytt henni. Kostir:hlutir gerðir í Wiki eru auðveldari í uppfærslu.
Wikipedia er dæmi um það. Það er alfræði orðabók á netinu sem Salvör kynnti fyrr á námskeiðinu.
Verkefnið er að skoða Wikipedia. Hægt er að gera tilraunir í sandkassanum þar sem hægt er að prófa sig áfram við að skrifa greinar ef maður er ragur við að vinda sér strax í stór skrif.í Wiki er hægt að breyta og bæta þær greinar sem hafa rangar eða of gamlar heimildir.

Það er líka til Wikitravel sem inniheldur aðsendar ferðasögur ferðalanga.

Farið er að nota Wiki sem umræðugrundvöll. Moodel er e-ð sem við lærum um seinna.

Verkefni dagsins er að skoða Wiki og skrifa pistil inn á bloggið okkar.

Aðferðir til að setja upp myndir á betri hátt í frontpage.
-opna nýtt skjal->yta á toggle til að losan við hliðar skrár.
-Setja allar myndir inn í möppuna "images".
-insert layers gerir það að verkum að myndir eru auðfæranlegri.
-Muna að opna gluggann sem synir layers við vinnu í þeim(=show layers).
-nota kassann hægra megin með blyantnum fyrir texta og hinn fyrir myndir.

Til að skipta á milli ramma þá er það ctl F1 þá fær maður hliðar valmyndina til að hverfa og birtast.

föstudagur, nóvember 12, 2004

Dýnamísk vef template

Vistar vefsíðu template inn á heimasíðuna sína. Finnur síðu á neti t.d. í þeim sem Salvör mætli meðá skolastarf.tk. Færir skjalið inn í frontpage og vistar sem Dynamic Wec template.
Velja ramma innan templatesins og vista sem DWT->mangae editable regions.Region name=inntak. Ýta á "Add" Þá birtist rammi utan um ramman í templateinu.
Til að hengja dynamic w.t. sem er undir format á vef síðu þá þá fer maður í D.W.T. og attach D.W.T.

Með þessu er verið að kenna hvernig maður lætur bakgrunnhalda sér á meðan textinn innan rammans er breytanlegur. Þetta er hægt að festa á aðra síðu með því að opna nýja síðu og fara í attach D.W.T.

iframe er dæmi um ramma sem á rætur sínar að rekja á annan vef en hann birtist á. Dæmi ef maður vill láta bloggið sitt birtast á heimasíðu mannsMaður setur ramman inn á vef síðuna og fer í Insert og svo í inlineframe þá þarf að ákveða stærð rammans á síðunni og klikkar á "set initial page".

í frontpage er Insert interactive buttons- hnappar sem hægt er að fá í öllum stærðum og gerðum -mjög sniðugt.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

jæja...

...er búin að setja inn á vefinn minn örkennsluverkefnið og stuttmyndina úr Moviemaker. Það kom mér reyndar á óvart hversu lítið mál það var að vinna þessar myndir. Videóið var einstaklega einfalt í klippingu og ég get vel ímyndað mér að krakkar á efstastigi fari létt með svona verkefni jafnvel þessi á miðstiginu líka.

ég er núna að velta fyrir mér hverskonar lokaverkefni ég eigi að taka mér fyrir hendur....margt kemur til greina og þess vegna þarf maður aðeins að velta fyrir sér málunum....

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Photostory 3 og flr.

Skjákennsla er sniðug kennsluaðferð ef búa á til kennsluefni/sögu úr myndum.
meira seinna

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Mætt a nyjan leik...

...jæja er komin aftur heim frá Osló. Búin að hafa það rosalega gott og er endurnærð fyrir endasprett annarinnar....
Skrifa meir seinna.

föstudagur, október 29, 2004

Meira videó

Þegar sækja á stuttmyndirnar á heimasíðu Salvarar fer maður á http://starfsfolk.khi.is/salvor/skolastarf/video/index.htm
maður hægri klikkar á músina og segir save as
vistar myndina svo á desktoppinu.
Svo ræsir maður producer- og sækir inn videomyndina og slidesmyndirnar...svo ferðu eftir leiðbeiningunum í blogginu á undan.