Upplýsingartækni

.:Bloggbók Hildar Þóreyjar

miðvikudagur, september 29, 2004

Myndvinnsla

Í dag lærðum við um myndvinnsluforritið Fireworks sem er partur af macromedia pakkanum. Við lékum okkur að því að sækja myndir af netinu og úr eigin gallerýum, skelltum á þær römmum ásamt því að leika okkur að þeim effectum sem forritið bíður upp á. Þetta er sniðugt alternative fyrir photoshop.
Ég tók eftir því í dag að tölvurnar í skólanum eru með dreamweaver forritið. Persónulega finnst mér það meira spennandi en frontpage og væri vel til í að kynna mér það nánar. Ég hef einu sinni farið á námskeið þar sem við komumst aðeins inn í forritið og kynntum okkur Flash, ég hef bara ekki fylgt því eftir sem ég lærði þá.

Vefleiðangurinn minn mun fjalla um Tölvur: sögu þeirra og uppbyggingu. Ég er nánast búin með leiðangurinn, langar bara að finna fáeinar krækjur í viðbót.... hann kemur á bloggið fljótlega!

mánudagur, september 27, 2004

Firefox

Ég verð að segja að það er gaman að sjá að það sé í þróun nýr vafri fyrir PC tölvur. Komin tími til að Explorer (þó ágætur sé) fá ekki að ráða ferðinni án allrar samkeppni.
Ég nota sjálf Safari sem er vafri sem er sérstaklega hannaður fyrir Mac tölvur(ekki hægt að vera með Mac og nota PC vafra til lengdar;) Ég er mun ánægðari með Safari vafrann en Explorerinn bæði útlitslega séð og tæknilega.
Það verður spennandi að sjá hvort að Firefoxinn vinni á hjá PC-notendum og hvernig hann standi sig...

sunnudagur, september 26, 2004

Vefleiðangurshugleiðingar...

Langar að benda á að ástæðan fyrir því að krækjurnar sem ég set inn á bloggið mitt eru ekki virkar er sú að á Mac tölvum er ekki enn boðið upp á þann möguleika í blogginu sem hannað er fyrir Mac...ég get heldur ekki sett inn myndir nema beint frá "flickr"....svona eru þessir vefhönnuðir með fordóma fyrir greyið Mac tölvunum ;)

Uppkastið að vefleiðangrinnum mínum kemur inn á netið á morgun þar sem ég get ekki enn ákveðið hvaða hugmynd ég ætla að nota. Það getur verið ókostur að fá of margar hugmyndir:)

Inni á skólaspjallinu erum við búin að vera að tjá okkur um tölvukost og tæknikennslu í nokkrum skólum. Það gerum við útfrá því sem nemendur í fyrra komust að á sínu námskeiði. Mér fannst ansi áhugavert að sjá hversu mikill munur getur verið á viðhorfi til tölvukennslu eftir skólum og kennurum hans. Áhugasamir geta lesið sér til um niðurstöðurnar á:
http://www.asta.is/spjall/index.php (það er bara að copy-paste í þetta skiptið).

Eigiði nú góðan sunnudag!

föstudagur, september 24, 2004

Vefrally spurningar

Hér eru spurningarnar fyri vefrallýið mitt. Það er hannað fyrir nemendur í 4. bekk.

Vefsíðan sem nemendur eiga að styðjast við er tiltölulega ný síða frá námsgagnastofnun um íslensk húsdýr.
Slóðin er: http://www1.nams.is/husdyr/

Vefrallý- Íslensk húsdýr

1. Hvað kallast kvenkyns geit?

2. Hvaða nyt eru höfð af geitum?

3. Hvað þýðir það að vera kiðfættur?

4. Hverskonar hljóð gefa hænsn frá sér?

5. Hvað getur hæna ungað út mörgum eggjum í einu?

6. Hvaða aðferð beita hæsns við að borða?

7. Hvaða íslensku húsdýr eru klaufdýr?

8. Hvað þurfa kýr að gera til að geta byrjað að mjólka?

9. Hvað eru ábrystir?

10. Hvað kallast kvenkyns svín?

11.Til hvers er hægt að nýta hár af svínum?

12.Hvað þýðir máltækið:”Að kasta perlum fyrir svín?

13. Hvað kallast karlkyns köttur?

14. Hvað er helsta fæða katta?

15. Hvaða íslenska húsdýr er elsta húsdýr mannsins?

Vefrally

Vefrallýið mitt er ætlað fyrir nemendur í 4. bekk og á að fjalla um íslensk húsdýr. Ég hef fundið vefsíðurnar fyrir verkefnið og á bara eftir að skella spurningunum inn á bloggið mitt. Þær koma mjög fljótlega;)

miðvikudagur, september 22, 2004

Enn meiri upplysingar

Nú erum við að læra að setja inn mynd á skólaspjallið. Að breyta og bæta færslur sem við höfum sett þar inn. Þetta er allt mjög áhugavert!
Svo kíktum við á vef alfræðiorðabók sem heitir Wikipedia sem er stórmerkileg að því leiti að eftir að þú hefur sett inn grein á síðuna þá geta allir sem lesa síðuna breytt eða bætt við greinina þína....
slóðin er: http://www.wikipedia.com

Góðar stundir!

mánudagur, september 20, 2004

Ekki nogu dugleg!

Jæja og ég sem ætlaði að vera svo dugleg að skrifa inn á þessa síðu...verð nú að fara að taka mig á.
Ég er búin að líta yfir vefrallýið og vefleiðangurinn og verkefnin líta bara vel út. Það verður ábyggilega gaman að vinna að þessu!
Ég verð að láta þetta duga í bili og skrifa meira seinna, er nefnilega að leggja loka hönd á ritgerð í faginu Listir Menning og Menntun sem á að skila í dag.

miðvikudagur, september 15, 2004

Bloglines

Hef verið að kynna mér bloglines og möguleikana sem það bíður upp á. Þetta er mjög sniðug þjónusta sem er ferlega gott að nýta sér ef maður er að fylgjast með mörgum síðum á netinu.
Það sem mér finnst ókostur er að maður missir af smáatriðum sem koma fram á hverri bloggsíðu fyrir sig, eins og t.d. uppsetningu síðunnar og design-ið í litum og myndum.
Bloglines er annars bara ágætt, kíkið á síðuna:
http://www.bloglines.com/

þriðjudagur, september 14, 2004

Skogarfoss


skógarfoss
Originally uploaded by eyjan.
Her er s.s. mynd af skogarfossi fra thvi i agust

mánudagur, september 13, 2004

Allt að komast i gamla horfið..

...eftir sumarfríið. Maður er rétt að byrja að læra inn á nýju stundatöfluna. Það er búið að breyta matartímunum og tímunum sjálfum svo maður þarf að leggja alla stundatöfluna á minnið upp á nýtt.
Fögin virðast lofa góðu...veit samt minnst um siðfræði og grei mér í rauninni litla grein fyrir hvað fagið á að ganga út á. Við áttum að fara í tíma númer tvö í siðfræðinni í dag en kennarinn var veikur þannig að ekki leystist ráðgátan í dag.

Ég verð að segja að veðrið í dag var alveg magnað miðað við leiðinda rigninguna sem hefur verið undanfarið. Auðvitað reynir maður að nýta tæklifærið og halda sig utandyra eins og hægt er...samt finnst mér aðeins of kalt til að hanga úti á einhverjum sólstól. Það er nú líklega bara ég sem kvarta þar sem kuldaskræfur eins og ég endast ekki lengi þegar manni er fyrst orðið kalt!
Jæja þetta er nóg blaður í bili....kemur meira seinna!

föstudagur, september 10, 2004

þetta er allt að koma...

Nú er ég búin að eyða ágætis tíma í að læra á flickr myndasíðuna. Þetta er frekar skemmtileg síða þar sem möguleikarnir eru margir og síðan sjálf "userfriendly" bæði í leiðbeiningum og úliti.
Ég er búin að setja krækju frá myndasíðunni minni inn á bloggsíðuna þannig að áhugasamir geta kíkt á albúmin.

Skemmtilegt nokk fékk ég bréf daginn sem ég opnaði flickr "reikning"(=account), þar var þá komin áhugasamur skoðandi og bað um að fá senda eina af myndunum mínum til að geta prentað út hjá sér og sett í ramma. Þetta kemur nú flatt upp á áhugaljósmyndarann mig en ég sendi nú manninum myndina til að vera almennileg. Einhversstaðar í heiminum hangir mynd frá mér uppi á vegg....stundum er þetta bara of lítill heimur, allt vegna tækninnar;)

miðvikudagur, september 08, 2004

Fyrsta færsla skolabloggsins

Hér með klippi ég á borðann fyrir þetta upplýsingartækni blogg!
Verið velkomin á síðuna og njótið heil...